135. löggjafarþing — 36. fundur,  4. des. 2007.

skráning og mat fasteigna.

289. mál
[21:14]
Hlusta

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er bara ein spurning til hv. þm. Péturs H. Blöndals, formanns efnahags- og skattanefndar: Hvaða tekjustofnar eiga þá að koma? Hann segir í lok ræðu sinnar að það eigi að lækka þessi framlög í raun enn þá meira en hér er gert ráð fyrir og að stofnunin eigi að afla meiri tekna með sérstökum gjöldum. Hvaða gjöld eru það og hverjir eiga að greiða þau?