135. löggjafarþing — 37. fundur,  5. des. 2007.

sala eigna á Keflavíkurflugvelli.

[14:05]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Herra forseti. Mér þykir rétt að upplýsa að þær upplýsingar sem komu frá mér í ræðustólnum rétt áðan vegna Ríkisendurskoðunar eru komnar frá varaformanni fjárlaganefndar sem ekki komst á mælendaskrána áðan. Vegna umræðunnar sem fram fór var nauðsynlegt að upplýsingarnar kæmu fram til að hv. þingheimur hefði upplýsingar um hvernig málið stæði, því að ekki komu réttu upplýsingarnar fram hjá hv. þm. Jóni Bjarnasyni í því sem hann fór með áðan.

Mér þykir reyndar, herra forseti, rétt að vekja athygli á því, í ljósi þeirrar umræðu sem fer fram þessa dagana um þingsköp Alþingis, að ræða hv. þm. Jóns Bjarnasonar var náttúrlega fyrst flokks dæmi um hvernig menn misnota þingsköpin. (JBjarn: Ert þú forseti líka?)

(Forseti (StB): Forseti vill ítreka það við hv. þingmenn að ræða um fundarstjórn forseta.)