135. löggjafarþing — 37. fundur,  5. des. 2007.

fátækt barna á Íslandi.

127. mál
[14:46]
Hlusta

Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir (Fl):

Herra forseti. Ég tel að fátækt sé ekki endilega mælanleg. Það er til dulin fátækt og það er sannanlegt að ekki geta öll börn tekið þátt í félagsstarfi í sínum skólum og ekki rétt að segja að við höfum það jafngott og á hinum Norðurlöndunum. Þar er oft ókeypis skólamáltíð, þar eru fjölskyldukort í íþróttir og ýmislegt sem við mættum taka eftir.