135. löggjafarþing — 37. fundur,  5. des. 2007.

úthýsing verkefna á vegum ríkisins.

198. mál
[18:48]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina og það er ánægjulegt hvað hann sýnir málefnunum mikinn áhuga. Ríkisstjórnin hefur nýlega samþykkt nýja innkaupastefnu ríkisins og undir hana heyrir stefna um útvistun á verkefnum og rekstrarþáttum sem, auk fjárhagslegs ávinnings fyrir ríkið, hefur það að meginmarkmiði að efla samkeppni, auka fjölbreytni og stuðla að nýsköpun á þjónustumarkaði. Sú stefna er óbreytt frá því sem var í tíð fyrri ríkisstjórnar.