135. löggjafarþing — 37. fundur,  5. des. 2007.

úthýsing verkefna á vegum ríkisins.

198. mál
[18:48]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Það eru fögur fyrirheit sem eru til grundvallar þessari stefnu eins og hæstv. fjármálaráðherra rakti áðan um útvistun á verkefnum og þjónustu á vegum ríkisstofnana. Ég vil benda á að einhver hljóðlátasta einkavæðing sögunnar hefur farið hér fram undanfarin ár með því móti að húseignir sem starfsemi á vegum ríkisins er rekin í hafa verið seldar og þess í stað hefur húsnæði verið tekið á leigu undir viðkomandi stofnanir. Það eru ekki bara fögur fyrirheit og jákvæður árangur, eins og hæstv. ráðherrann lýsti hér, það kemur fram í mjög auknum kostnaði við rekstur stofnana sem er oftar en ekki tekinn af almennum fjárveitingum og rekstrarfé til stofnananna og bitnar illilega á þeim. Það þekki ég af eigin raun eftir tíu ára starf hjá (Forseti hringir.) ríkisstofnun sem er Náttúrufræðistofnun Íslands.