135. löggjafarþing — 38. fundur,  6. des. 2007.

málefni aldraðra.

143. mál
[15:27]
Hlusta

Frsm. heilbrn. (Ásta Möller) (S):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti hv. heilbrigðisnefndar um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðrúnu W. Jensdóttur, Áslaugu Einarsdóttur og Vilborgu Hauksdóttur frá heilbrigðisráðuneyti.

Með frumvarpinu er lagt til að gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra verði hækkað um 789 kr., þ.e. um 12,5%, og nemi 7.103 kr. á hvern gjaldanda í stað 6.314 kr. samkvæmt gildandi lögum. Í athugasemdum sem fylgja frumvarpinu kemur fram að hækkunin sé í samræmi við verðlagsbreytingar á tímabilinu desember 2005 til desember 2006. Nefndin fagnar því að sjóðurinn verði nú eingöngu notaður til uppbyggingar.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Árni Páll Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir nefndarálitið rita Ásta Möller formaður, Ágúst Ólafur Ágústsson, Þuríður Backman, Pétur H. Blöndal, með fyrirvara, Valgerður Sverrisdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Ellert B. Schram og Auður Lilja Erlingsdóttir.