135. löggjafarþing — 39. fundur,  7. des. 2007.

leikskólar.

287. mál
[12:29]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það kom skilmerkilega fram hjá hv. þingmanni Karli V. Matthíassyni en ein af ástæðum þess að við breyttum þessari grein — nefndin sem var undir forustu Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur lagði þetta til að vandlega íhuguðu ráði — var að tekið var tillit til margra sjónarmiða sem voru sett fram en ekki síður þess sem Mannréttindadómstóllinn setti fram á sínum tíma varðandi málefni Norðmanna.

Hitt er annað mál að við eigum ekki, ég tek heils hugar undir með hv. þingmanni að því leyti, að vera feimin við að segja að við séum kristið samfélag. Við höfum verið það og við verðum vonandi um aldur og ævi.