135. löggjafarþing — 40. fundur,  10. des. 2007.

mælendaskrá í athugasemdaumræðu.

[15:31]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill biðja hv. þingmenn, og óskar alveg eindregið eftir því, að hefja ekki umræður um fundarstjórn forseta. Ef eindregnar athugasemdir eru settar fram um fundarstjórn forseta hér á þessum degi neyðist forseti til þess að fresta fundi og kalla saman fund með formönnum þingflokka til að ræða hér framvinduna í dag.