135. löggjafarþing — 40. fundur,  10. des. 2007.

almannatryggingar o.fl.

195. mál
[16:58]
Hlusta

Frsm. meiri hluta heilbrn. (Ásta Möller) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú hefur hv. þingmaður lesið nefndarálit minni hluta heilbrigðisnefndar þar sem m.a. kemur fram sú skoðun að minni hlutinn telur að umræddur flutningur á faglegri yfirstjórn á fjármagni geti leitt til þess að að áherslur á hjúkrunarþjónustu á hjúkrunarheimilum breytist yfir í áherslur á almenna öldrunar- og umönnunarþjónustu. Hv. þingmaður hvetur því til endurskoðunar á þeim hugmyndum sem fram koma í frumvarpinu, að færa faglega yfirstjórn og fjármögnun hjúkrunarheimila frá heilbrigðisráðuneyti til félags- og tryggingamálaráðuneytisins.

Ég gerði þetta að umtalsefni í ræðu minni áðan og því langar mig til þess að spyrja hv. þingmann: Hvernig kemst hún að þeirri niðurstöðu að fagleg yfirstjórn og fjármögnun hjúkrunarheimila verði flutt frá heilbrigðisráðuneyti til félagsmálaráðuneytisins?