135. löggjafarþing — 40. fundur,  10. des. 2007.

almannatryggingar o.fl.

195. mál
[17:03]
Hlusta

Frsm. minni hluta heilbrn. (Dýrleif Skjóldal) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég benti á er margt athugavert við frumvarpið. Margt þarf að skoða betur, m.a. fjárskiptingu á milli ráðuneyta. Hvað fer á hvorn stað? Þeir sem komu á fundinn höfðu einmitt mestar áhyggjur af því að ekki væri búið að skilgreina nægilega hvað félli á hvorn stað og hvorum megin.

Vissulega má vera að allt sé á misskilningi byggt hjá okkur. Við hljótum þá að þurfa að taka okkur meiri tíma í að leiðrétta hann. Það er allt sem við förum fram á.

Við höfum sérstaklega áhyggjur af blönduðum stofnunum og þótt þjónustan á Akureyri sé góð þá sé ég ekki annað en að menn þar væli yfir því peningarnir sem lofað var komi ekki. Þeir segja að uppbyggingin í öldrunarþjónustunni hafi að mestu leyti farið fram vegna þess að Akureyrarbær lánaði ríkinu fé til að komast af stað.