135. löggjafarþing — 41. fundur,  11. des. 2007.

aukatekjur ríkissjóðs.

234. mál
[20:27]
Hlusta

Frsm. efh.- og skattn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að það er ákvörðun Evrópusambandsins en við erum nú einu sinni aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og njótum þess með ýmsum hætti þó að við þurfum að samþykkja ýmislegt sem þaðan kemur líka og gerum það iðulega.

Varðandi að það sé mikil gjaldtaka fyrir fátækt fólk frá þróunarlöndum er það hárrétt. Hins vegar er það ekki stór hluti af fargjaldinu sem menn þurfa að greiða til að komast til landsins þannig að það er ekki auðvelt fyrir fátækt fólk að koma til Íslands frá öðrum löndum. Ég vil nú geta þess að það er líka til ríkt fólk í þessum löndum og sumt það fólk kemur hingað sem ferðamenn eða sem opinberir erindrekar eða í viðskiptaerindum og munar eflaust ekkert um að borga það.