135. löggjafarþing — 41. fundur,  11. des. 2007.

greiðslur til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna.

209. mál
[20:52]
Hlusta

Frsm. fél.- og trn. (Guðbjartur Hannesson) (Sf):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Álfheiður Ingadóttir beinir fyrirspurn til mín varðandi meðferð skatta á tekjur vegna langveikra barna. Ég skal upplýsa að ekki var rætt um það í nefndinni. Ég tel eðlilegt að málið verði þá tekið upp af hv. þingmanni til að vekja athygli á því að nýju. Ég þekki málið ekki frá þeim tíma sem það var flutt og treysti mér ekki til að tjá mig meira um það öðruvísi en að svara því sem til mín var beint, að nefndin fjallaði ekki sérstaklega um þetta tvennt.