135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[11:33]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Hér er lagt til að 4,5 milljarðar kr. vegna sölu fasteigna á Keflavíkurflugvelli verði tekjufærðir á árinu 2008. Í fyrsta lagi liggur fyrir að þessir peningar koma ekki inn fyrr en í fyrsta lagi 2009, ef þeir þá koma þá inn. Í öðru lagi höfum við, þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, krafist þess varðandi sölu á þessum eignum í heild að fá alla samninga sem lúta að eignasölu, samninga um kaup á vörum og þjónustu tengt þessu verkefni á Keflavíkurflugvelli, upp á borðið til að óyggjandi sé að löglega sé að málum staðið.

Við krefjumst þess að Alþingi geti, áður en gengið er til atkvæða um að færa hér inn tekjur, gengið (Forseti hringir.) úr skugga um að farið sé að lögum varðandi sölu á þessum eignum á Keflavíkurflugvelli. (Forseti hringir.)