135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[11:38]
Hlusta

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Ég fagna þeim áhuga sem birtist í þessari breytingartillögu um að stofna sjálfstæðan háskóla á Ísafirði. Þar sem málið hefur verið sett í ákveðinn farveg og þar sem við ákveðum ekki hér einhliða án lagasetningar eða gildingar á stofnun háskóla það að háskóli verði stofnaður með því að breyta bara fjárlögum plús það að upphæðin sem hér er tilgreind er bara skot út í loftið lít ég á þetta sem sýndartillögu af hálfu tillöguflytjanda og greiði atkvæði gegn henni. Í því felst hins vegar engin andstaða, heldur fullur vilji eftir sem áður til að stofnaður verði háskóli á Ísafirði. (Gripið fram í.) (Gripið fram í: … fyrst og svo peningar …)