135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[11:39]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Þeir sem í alvöru vilja framhaldsskóla fyrir alla hljóta að greiða atkvæði með þessari tillögu. Þeir sem í alvöru vilja kraftmikinn framhaldsskóla fyrir þau börn sem koma með greiningu upp úr grunnskólunum hljóta að greiða atkvæði með þessari tillögu. Þeir sem vilja að alvöruaðferðum sé beitt innan framhaldsskólans til að koma í veg fyrir brottfall hljóta að greiða atkvæði með þessari tillögu.

Hæstv. forseti. Hér er verið að búa í haginn fyrir það starf sem hæstv. menntamálaráðherra hefur í orði kveðnu sagt að þurfi að vinna innan íslenska framhaldsskólans. Ég segi já.