135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[11:42]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Rétturinn og jafnræði til náms á að vera ótvíræður, óháð búsetu. Þessi tillaga gengur út á að 520 millj. kr. verði varið til að jafna námsaðstöðu nemenda, til jöfnunar á námskostnaði. Í úttekt sem núverandi varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, gerði á kostnaði við að senda nemanda að heiman og í framhaldsskóla sýndi að það var töluvert á aðra milljón króna sem íbúar dreifbýlisins sem verða að senda nemendur frá sér þurfa að borga. Þessi tillaga gengur út á að koma til móts við þennan kostnað til að tryggja jafnrétti til náms. Ég skora á hv. þingmenn að standa með okkur, þingmönnum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, og greiða atkvæði með jöfnuði á námskostnaði óháð búsetu. Því miður, herra forseti, (Forseti hringir.) sýnist mér sem stjórnarliðarnir vilji halda misréttinu áfram.