135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[12:18]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Hér er gerð tillaga um að efla sérfræðiþjónustu og efla geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum víða um land fyrir 150 millj. kr. á næsta ári. Með því móti væri hægt að auka gæði og styrk heilsugæslunnar, með því að fjölga starfsstéttum sem þar starfa. Það þarf fleiri starfsstéttir, svo sem iðjuþjálfa, félagsráðgjafa, geðhjúkrunarfræðinga og líka fleiri sálfræðinga. Þannig er hægt að auka gæði og efla styrk þessarar mikilvægu grunnþjónustu í samfélagi okkar. Ég segi já.