135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[12:20]
Hlusta

Bjarni Harðarson (F):

Herra forseti. Ég vil gera hér grein fyrir þeirri afstöðu okkar framsóknarmanna að greiða ekki atkvæði með þessari tillögu vegna þeirrar óráðsíu sem er ríkjandi í ríkisrekstrinum vegna þess að það er 20–25% hækkun á fjárlögum milli ára, vegna þess að ríkisútgjöld hafa ekki verið stærri hluti af landsframleiðslu frá 1993 og við höfum ekki séð annað eins fóður fyrir verðbólgubál síðan fyrir tíma þjóðarsáttar.

Þess vegna er því miður svo ástatt að við höfum ekki tök á því að greiða hér atkvæði með annars mjög þarfri tillögu … (ÁÞJ: Af hverju greiðirðu þá atkvæði með … gæluverkefni?) (Gripið fram í: Á að úthýsa sjúkum?)

(Forseti (StB): Hv. þingmaður hefur orðið.)

Ég legg áherslu á það að svona er komið vegna hinnar almennu óráðsíu og vegna þess að alla skynsemi skortir hér í fjárlagagerðina. (Gripið fram í.) Ég greiði ekki atkvæði.