135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[13:13]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Við afgreiðum fjárlög með 40 milljarða kr. afgangi sem er um 9% af niðurstöðu fjárlaga. Það er afskaplega góð niðurstaða, afskaplega gott teikn til atvinnulífs og markaða og sýnir að ríkissjóður og hæstv. ríkisstjórn styður Seðlabankann dyggilega í baráttu við þenslu innan lands. Fjárlögin koma í kjölfar fjáraukalaga sem voru með 80 milljarða kr. afgang sem er sennilega um 18% af niðurstöðu, það er enn frekar merki um það mikla aðhald sem fjárlögin og fjáraukalögin veita atvinnulífinu.

Deila má um hve mikið kostnaður hefur aukist og það sýnir aftur á móti að enn eru nokkur (Forseti hringir.) lausatök í fjármálum ríkisins.