135. löggjafarþing — 44. fundur,  13. des. 2007.

frestun á fundum Alþingis.

320. mál
[16:15]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Mig minnir að hv. þingmaður hafi spurt svipaðrar spurningar um þetta leyti árs í fyrra þegar verið var að fresta þingfundum og svarið er auðvitað það sama: Það eru engin sérstök áform uppi um að beita bráðabirgðalagavaldinu eins og nú standa sakir enda er þingið enn þá að störfum. Bráðabirgðalagavaldið er notað ef brýna nauðsyn ber til við sérstakar aðstæður. Það getur engin ríkisstjórn afsalað sér því valdi sem henni er falið í stjórnarskránni og hún hefur ekki leyfi til þess.