135. löggjafarþing — 44. fundur,  13. des. 2007.

þingsköp Alþingis.

293. mál
[20:30]
Hlusta

Frsm. minni hluta allshn. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Birgir Ármannsson mótmælti öllu. Ef til vill verið rétt að hv. þingmaður mótmælti öllu bæði því sem hv. þingmaður sagði, hugsaði og sagði ekki til að taka af öll tvímæli út um víðan völl.

Ágreiningur er um ræðutímann vegna þess að hann er of stuttur í viðamiklum málum. Hugsum okkur að óbilgjarn, stjórnlyndur meiri hluti komi upp hér á þingi og ætli að sækja um aðild að ESB eða hvað það nú er og ákveðnar væru 15 mínútur fyrir það stórmál.

Tökum sem dæmi Ríkisútvarpið sem var afar umdeilt mál. Umræðan hér á þingi tryggði upplýsingalögin og fleira inn í frumvarpið. Hugsum okkur vatnalögin sem rædd voru í þaula og endaði með því að lögin voru dregin til baka. Við höfum ekki varnaglatryggingu í þessu dæmi eins og í stórum málum.