135. löggjafarþing — 44. fundur,  13. des. 2007.

þingsköp Alþingis.

293. mál
[20:42]
Hlusta

Frsm. minni hluta allshn. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég treysti því að hæstv. ráðherra Össur Skarphéðinsson muni beita sér í þá veru sem hann talaði um áðan gagnvart því að ná fram viðunandi breytingum á frumvarpinu um þingsköp sem hér er til umræðu. Ekki er vanþörf á því. Við höfum m.a. lagt til að upplýsingaþjónusta þingsins verði stórefld, nefndastarfið og nefndasviðið verði stóreflt og að hin lögfræðilega ráðgjöf í vandasömum málum verði stórefld. Þá á ég sérstaklega við þegar upp koma dæmi þar sem maður hefur efasemdir um að lög samrýmist stjórnarskránni.

Allt eru það afar mikilvæg atriði sem við erum vanbúin að í dag. Ég fagna því að hæstv. ráðherra sýni því skilning og ég vona að hann beiti sér til að því verði fram náð.