135. löggjafarþing — 44. fundur,  13. des. 2007.

þingsköp Alþingis.

293. mál
[20:47]
Hlusta

Frsm. minni hluta allshn. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég er sjálfur áhugamaður um skarpan skilvirkan málflutning og hann verður það ekki nema menn séu rækilega undirbúnir í lagasmíð og öðru slíku. Menn verða að undirbúa lagasmíðina og vinna hana vel á öllum stigum málsins áður en umræðan kemur hér inn til að hún verði skilvirk. Við köllum eftir því að við séum ekki hér til málamynda. Ég kalla eftir því að við fáum öryggisventla í stjórnarandstöðunni. Ég tek ekki afstöðu fyrir Frjálslynda flokkinn eða Framsóknarflokkinn. Við tökum afstöðu út frá okkar forsendum og höfum lagt fram málefnaleg og ítarleg rök fyrir því í löngum greinargerðum og í löngu máli en ekki málþófi.