135. löggjafarþing — 44. fundur,  13. des. 2007.

þingsköp Alþingis.

293. mál
[21:11]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það tók sig upp lítill biturleiki í síðustu orðum hv. þm. Sivjar Friðleifsdóttur. Það var oft erfitt fyrir ráðherra fyrrverandi ríkisstjórnar á liðnu kjörtímabili að sitja undir gagnrýni þingheims á störf sín og stefnu.

Frú forseti. Ég fékk ekki svör við þeirri fyrirspurn minni hver áhersluatriði Framsóknarflokksins voru í þessu máli og hvað það var sem flokkurinn náði fram.