135. löggjafarþing — 45. fundur,  14. des. 2007.

vátryggingarsamningar.

163. mál
[15:41]
Hlusta

Jón Magnússon (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Spurningin er hvort banna ætti þetta alfarið, banna alfarið að aflað sé upplýsinga frá aðilum sem kemur málið ekki við. Mér finnst að miða eigi við það í hinum almennu venjulegu tilvikum. Hins vegar má samþykkja undantekningu, t.d. þá leið sem er farin í Svíþjóð að þegar um er að ræða vátryggingu sem er mjög há, óeðlilega há eða umfram það sem við getum kallað meðaltal þá getur komið til greina að semja sérreglur. Ég tel í raun að ef við vildum fylgja og hafa hér vandaða lagasetningu ættum við að taka þetta mál til endurskoðunar með tilliti til þess að auka neytendaverndina. Það liggur ekkert á að afgreiða þetta mál núna. Ég fer fram á að nefndin taki málið aftur til skoðunar með tilliti til þeirra sjónarmiða sem hér eru rakin.