135. löggjafarþing — 45. fundur,  14. des. 2007.

vátryggingarsamningar.

163. mál
[16:21]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði áðan þá tel ég, og tek undir með hv. þingmanni, að þetta hefði mátt skýra betur. Ég tel samt þörf á því að ganga í þessa átt vegna þess að eins og hér hefur komið fram hefur Persónuvernd sett mörkin við að veita ekki upplýsingar um þriðja aðila að honum forspurðum. Um það snýst málið.

Eins og ég skil hv. þm. Jón Magnússon að þá vill hann fara hér þessar tvær leiðir öfganna og nefndi svo þriðju leiðina líka. En ég tel rétt að stíga þetta skref í átt að persónuvernd en hefði viljað að það væri rökstutt betur í þessu frumvarpi.