135. löggjafarþing — 45. fundur,  14. des. 2007.

almannatryggingar o.fl.

195. mál
[16:58]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Hér gefst þingheimi færi á að fella úr gildi lagagrein sem færir hæstv. heilbrigðisráðherra vald til að skipa forstjóra í stofnun sem ekki er til, til að skipa stjórn í stofnun sem ekki er til, en jafnframt er okkur kynnt það í lagafrumvarpinu að með vorinu líti dagsins ljós á borðum þingmanna frumvarp um þessa sömu stofnun. Við leggjum til að þessi lagagrein verði felld úr gildi og við tökum síðan umræðu um málið þegar sjálft frumvarpið um þessa nýju verslunarmiðstöð, sölumiðstöð sjúkdóma, verður kynnt í þinginu.