135. löggjafarþing — 46. fundur,  14. des. 2007.

þingsköp Alþingis.

293. mál
[17:48]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Þegar ég kom inn á þing 1995 upplifði ég það furðulega fyrirbæri að með málþófi tókst minni hluta að stöðva mál sem meiri hlutinn vildi ná fram. Ég upplifði það sem andlegt ofbeldi. Málþófið útilokaði líka alla umræðu vegna þess að það er ekki hægt að fara í andsvar við mann sem veit ekki hvenær hann hættir að tala.

Í nótt upplifði ég síðustu löngu ræðurnar á Alþingi og ég gleðst yfir því að því tímabili skuli vera lokið. Ég hlakka til að sjá hvernig þetta nýja fyrirkomulag reynist. Ég vonast til að þá komi fram miklu skilvirkari umræða, raunveruleg umræða á Alþingi en ekki einhverjar óskaplegar langlokur þar sem menn beita valdi. Ég segi já.