135. löggjafarþing — 47. fundur,  15. jan. 2008.

breytt fyrirkomulag óundirbúinna fyrirspurna.

[13:40]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Svo sem þingmenn sjá er liður kallaður óundirbúinn fyrirspurnatími á dagskránni en hét áður fyrirspurnir til ráðherra sbr. 7. mgr. 49. gr. þingskapa. Ég vona að hið nýja heiti, óundirbúinn fyrirspurnatími, sem okkur er flestum þjált, falli þingmönnum betur í geð en upptalningin á þeim greinum sem unnið er eftir.

Þá vill forseti vekja athygli hv. þingmanna á að með breyttum þingsköpum mega fyrirspyrjandi og ráðherra nú taka til máls tvisvar, í tvær mínútur í fyrra skiptið en eina mínútu í seinna skiptið.