135. löggjafarþing — 47. fundur,  15. jan. 2008.

fæðingar- og foreldraorlof.

56. mál
[18:04]
Hlusta

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Mig langar að árétta að það er enginn að tala um beint framsal á réttinum til fæðingarorlofs heldur undanþáguákvæði sem einungis er veitt við ákveðin og reyndar frekar sérhæfð skilyrði.

Að öðru leyti vil ég þakka fyrir þær góðu undirtektir sem ég fékk hér við máli mínu, sérstaklega við breytingartillögunni á viðmiðunartíma sem notaður er til að reikna fæðingarorlof. Svo vona ég bara og hlakka til að sjá málið fá ítarlega umfjöllun í félags- og tryggingamálanefnd.