135. löggjafarþing — 51. fundur,  22. jan. 2008.

varamenn taka þingsæti.

[13:32]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Borist hefur bréf frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, 2. þm. Reykv. s., um að hún sé á förum til útlanda í opinberum erindagjörðum og geti ekki sótt þingfundi á næstunni. Fyrsti varamaður flokksins í kjördæminu, Mörður Árnason íslenskufræðingur, tekur sæti hennar á Alþingi í dag. Kjörbréf Marðar Árnasonar hefur verið samþykkt. Hann hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa.