135. löggjafarþing — 51. fundur,  22. jan. 2008.

útlendingar.

337. mál
[16:24]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er í raun og veru allt annað mál en frumvarpið snýst um en ég gat ekki látið hjá líða að lýsa þeirri skoðun minni. Reynsla mín af þeim fjölmörgu — ótrúlega mörgu frumvörpum, segi ég næstum því, sem ég hef flutt í þinginu og samstarfi við nefndir um breytingar á þeim eftir að umsagnir hafa komið fram, er mjög góð. Mér finnst mjög gefandi að eiga samstarf við nefndir og fara yfir sum prinsipp sem menn vilja ekki falla frá. Þeir lýsa þeim þá í upphafi málsins og allir vita það hvort þeir eru utan eða innan þings. Ég tel að það sé mjög mikið umhugsunaratriði hvort dauðhreinsa eigi mál og binda þau með umsögnum áður en þau koma inn í þingið.