135. löggjafarþing — 52. fundur,  23. jan. 2008.

skattlagning á tónlist og kvikmyndir.

150. mál
[14:38]
Hlusta

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir þessi svör og það gleður mig að sjá að verið er að huga að þessum málefnum. Ég vil ítreka að mér finnst mjög brýnt að áhersla verði lögð á að tryggja að listamaðurinn, sá sem semur verkið upphaflega, fái notið launa fyrir vinnu sína.