135. löggjafarþing — 52. fundur,  23. jan. 2008.

Háskólinn á Akureyri.

249. mál
[15:03]
Hlusta

Dýrleif Skjóldal (Vg):

Herra forseti. Það gleður mig að málefni Háskólans á Akureyri eru til umræðu. Það gleður mig sérstaklega að menntamálaráðherra hafi komið auga á gildi þess starfs sem þar er unnið. Ég hef bæði verið nemandi í Menntaskólanum og Verkmenntaskólanum á Akureyri og nú er ég nemandi í Háskólanum á Akureyri. Sem nemandi get ég vitnað um að árangur þess starfs sem þar er unnið er gríðarlegt. Það má gleggst sjá í skólamálum, t.d. leikskólum á Akureyri, sem bera höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög á landinu í starfsemi sinni. Fá sveitarfélög sem geta státað af því að hafa að meðaltali 70% fagmenntun innan geirans og marga leikskóla með 100% fagmenntun.

Þess vegna (Forseti hringir.) er mér sérstök ánægja að háskólinn fái þessa umfjöllun. En mig langar að geta þess, þótt ég (Forseti hringir.) sé komin fram yfir tímann, að eitt af því sem við getum gert til þess að styrkja háskólann er að gæta þess að þegar þingið skipar í nefndir, (Forseti hringir.) hinar ýmsu endurskoðunarnefndir, er líka hægt að notast við sérfræðinga frá (Forseti hringir.) Háskólanum á Akureyri.