135. löggjafarþing — 53. fundur,  24. jan. 2008.

álver í Helguvík.

[10:50]
Hlusta

umhverfisráðherra (Þórunn Sveinbjarnardóttir) (Sf):

Frú forseti. Ég skil vel að hv. þm. Grétar Mar Jónsson spyrji þessara spurninga vegna þess að ráðamönnum fyrirtækja er fullkomlega kunnugt um það lagaumhverfi sem þau starfa í hér á landi, lög, reglugerðir, leyfisveitingar og annað slíkt, hvort sem það kemur frá ríkisvaldinu eða sveitarfélögunum.

Mönnum hlýtur að vera fullkunnugt um það umhverfi sem þeir starfa í og einnig hvernig staðið er að úthlutun losunarheimilda hér á landi. Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að menn í slíkum rekstri hafi það algjörlega á hreinu í hvaða umhverfi þeir starfa, starfi samkvæmt því og geri sínar áætlanir í samræmi við það.