135. löggjafarþing — 53. fundur,  24. jan. 2008.

olíuhreinsistöð á Vestfjörðum.

[10:54]
Hlusta

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. umhverfisráðherra skýr svör um loftslagsþáttinn. Ég vil þó einnig inna ráðherrann eftir því hvort eitthvert mat hafi verið lagt á hættu á mengunarslysum, hvort rétt sé að fyrir liggi úttekt á eldri hugmyndum um sams konar starfsemi sem hafi gefið neikvæða niðurstöðu og mat á öðru sambærilegu verkefni. Sömuleiðis hvort það sé ekki alveg skýrt að ekki sé hægt að kaupa í útlöndum réttindi til að menga á Vestfjörðum og flytja inn í landið fyrir svona starfsemi að óbreyttu.