135. löggjafarþing — 53. fundur,  24. jan. 2008.

olíuhreinsistöð á Vestfjörðum.

[10:55]
Hlusta

umhverfisráðherra (Þórunn Sveinbjarnardóttir) (Sf):

Frú forseti. Já, ég hafði ekki tíma til að koma að öllum þáttum þessarar hugmyndar í svari mínu áðan. Það eru auðvitað margar hliðar á því að reka olíuhreinsistöð.

Fram kom í máli sérfræðings Landhelgisgæslunnar á dögunum að eins og við vitum er gríðarleg umferð olíutankskipa á höfunum í kringum landið. Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar mælast til þess að þessi skip sigli austur og suður fyrir landið. Mér skilst að í kringum 150 stór skip fari fram hjá Íslandi þessi árin. Þeim gæti auðveldlega fjölgað í 400–500 á nokkrum árum. Mikil hætta stafar af þessari umferð og það er m.a. það sem menn hafa bent á á Vestfjörðum, (Forseti hringir.) að hættan er fólgin í skipaumferðinni og þeirri (Forseti hringir.) hættu sem skapast við að ferma og afferma skipin.