135. löggjafarþing — 53. fundur,  24. jan. 2008.

Loftslagsráð.

62. mál
[14:36]
Hlusta

Gunnar Svavarsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var einmitt þetta sem ég var að leita eftir og ég þakka fyrir skýr svör hv. þingmanns. Hæstv. ráðherra er ekki andófsmaður í ríkisstjórninni eða stjórnarmeirihlutanum. Hins vegar hefur hæstv. ráðherra fullan stuðning ríkisstjórnarflokkanna í sínum málum og þar af leiðandi … (Gripið fram í.) Ég er algjörlega viss um að ráðherrann hefur fullan stuðning við þau verkefni sem hæstv. ráðherra er að fara fram með. Í sjálfu sér er mjög ánægjulegt að heyra að hv. þingmaður Vinstri grænna og þar af leiðandi þingflokkur Vinstri grænna vilji bakka hæstv. ráðherra upp í því sem hefur komið fram í ræðu fyrr í dag varðandi bæði hugmyndir um loftslagsráð og/eða þá það sem við Íslendingar höfum farið fram með á Balí og víðar. Ég verð í sjálfu sér að þakka fyrir hversu skýr svörin eru og hversu mikill samhljómur er þá í raun og veru á milli okkar í þessum efnum.