135. löggjafarþing — 54. fundur,  29. jan. 2008.

stjórn fiskveiða.

147. mál
[17:13]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það sem fyrir okkur vakir er að koma í veg fyrir að óunninn fiskur verði fluttur úr landi eða sporna gegn því að svo verði gert.

Varðandi fyrningarleiðina og að 20 árin taki of langan tíma þá er ég að lýsa því að við erum tilbúin til þess að horfa á aðrar leiðir til að ná því marki að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu. Við viljum að sönnu og höfum alltaf lagt áherslu á það, við viljum fiskveiðistjórnarkerfi sem verndar auðlindina en við viljum jafnframt kerfi sem er réttlátt og verndar fólk og byggðarlög. Við erum reiðubúin að setjast niður með öllum flokkum, og gerum tillögu um það í frumvarpi okkar, þar sem menn hefji sig upp úr hjólförunum og að sjálfsögðu horfum við þar einnig til þeirra sjónarmiða sem Frjálslyndi flokkurinn hefur teflt fram.