135. löggjafarþing — 56. fundur,  30. jan. 2008.

landshlutabundin orkufyrirtæki.

301. mál
[15:39]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Nú finnst mér hæstv. iðnaðarráðherra vera að fatast bogalistin því að í rauninni má ekki á milli sjá hvort það er hæstv. ráðherra Össur Skarphéðinsson eða fyrrverandi hæstv. ráðherra Valgerður Sverrisdóttir sem hér talar. Það sem gerst hefur á undanförnum árum við breytingu á raforkukerfinu er að það hefur leitað í sífellt stærri einingar. Verðið hefur rokið upp. Landsvirkjun hefur verið svipt eða af henni tekin ábyrgð að skaffa landsmönnum fullnægjandi rafmagn. Hún fær aðeins að skaffa það rafmagn sem hún er beðin um og hefur gert samning um, ekki umfram það. Áður hafði hún skyldur til að skaffa rafmagn.

Fyrir lágu erindi frá Norðurorku, Skagafjarðarveitum og fleirum sem vildu einmitt fá að kaupa hlut í Rarik þegar það var hlutafélagsvætt. Síðasta ríkisstjórn vildi einkavæða bæði Rarik og Landsvirkjun og Orkubú Vestfjarða (Forseti hringir.) sáu sig ... að selja. Frú forseti. Ég spyr hæstv. ráðherra: Hvað með að taka aftur upp erindi þessara staðbundnu veitna eins og Skagafjarðarveitna, (Forseti hringir.) Norðurorku o.s.frv. og taka upp miklu eðlilegra og betra fyrirkomulag fyrir byggðirnar í landinu?