135. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2008.

skipun héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra.

[10:39]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Virðulegi forseti. Hvernig getur það veikt sjálfstæði dómstólanna að skipa mann sem dómnefndin hefur metið hæfan? Það er það sem gerðist í þessu máli. Línan liggur þar sem dómnefndin sker á milli hæfra og óhæfra. Í þessu máli var enginn metinn ekki hæfur, hv. þingmaður, og það er kjarni málsins. Ráðherrann skipaði mann sem dómnefndin taldi hæfan og hann taldi hæfastan. (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Þakka fyrir að hann skipi ekki óhæfa menn.)

(Forseti (StB): Forseti vill biðja hv. þingmenn um að sjá til þess að umræðan fari fram úr ræðustól.)