135. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2008.

Ísland á innri markaði Evrópu.

350. mál
[11:43]
Hlusta

utanríkisráðherra (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ástandið núna er einmitt birtingarmynd þess hversu erfitt er að vera með sjálfstæðan fljótandi gjaldmiðil á jafnlitlu efnahagssvæði og Ísland er.

Það er auðvitað ekki alveg sama hvort við erum að tala um breska pundið, ástralska dollarann eða íslensku krónuna. Ísland er eðli málsins samkvæmt afskaplega lítið svæði. Það er mjög háð utanríkisviðskiptum. Það er með frjálsa fjármagnsflutninga. Fyrirtæki okkar eru alþjóðleg. Við tökum lán í erlendri myntum. Við fáum greitt fyrir vörur okkar í erlendri myntum en erum háð íslensku krónunni á innanlandsmarkaði. Ástandið núna er birtingarmynd þeirra erfiðleika sem eru þessu samfara.

Þetta held ég, virðulegur forseti, að við verðum að hafa í huga. Við verðum að líta til einhverrar framtíðar í þessu (Forseti hringir.) máli þó það sé ekki dagaspursmál eða spurning um eitt eða tvö ár, virðulegur forseti.