135. löggjafarþing — 58. fundur,  4. feb. 2008.

stefna ríkisstjórnarinnar í gjaldmiðilsmálum.

[15:12]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Varðandi þetta tiltekna mál sem hv. þingmaður vitnar til er það í ferli lögum samkvæmt. Það liggur fyrir að Seðlabankinn hefur aðra skoðun á því en ársreikningaskráin. (Gripið fram í.) Fjármálaráðherrann hefur það verkefni núna að úrskurða og það verður vonandi gert áður en mjög langt um líður.

Varðandi síðan stóra málið, framtíðargjaldmiðil á Íslandi o.s.frv., er það ekki eitthvað sem við komumst að niðurstöðu um í örstuttum skoðanaskiptum á Alþingi. Ég segi aftur það sem ég sagði áðan: Það eru engar breytingar í vændum í því efni og jafnvel þó að menn vildu hugsa sér einhverjar breytingar í því efni tekur mörg ár að ná slíku fram ef einhverjir hafa áhuga á því. Þetta veit þingmaðurinn jafn vel og ég. (Gripið fram í.)