135. löggjafarþing — 58. fundur,  4. feb. 2008.

sérstaða Íslands í loftslagsmálum.

[15:36]
Hlusta

umhverfisráðherra (Þórunn Sveinbjarnardóttir) (Sf):

Hæstv. forseti. Það er einfaldlega ekki hægt að leggja að jöfnu tilteknar ákvarðanir fyrir stóriðju sem notar mikið af endurnýjanlegum orkugjöfum og almennt farþegaflug til og frá landinu. Þetta eru ósköp einfaldlega ekki sambærilegir hlutir. Það er ekki staðinn vörður um sambærilega hagsmuni, þetta er gjörólíkt í eðli sínu eins og ég sagði í upphafi. Þetta snýst um það að Íslendingar komast ekki til eða frá landinu nema í flugvélum og þess vegna ber með einhverjum hætti að reyna að fá aðlögun að því að taka tillit til þess. Hvort það tekst hins vegar er algjörlega undir hælinn lagt.