135. löggjafarþing — 59. fundur,  5. feb. 2008.

almannatryggingar.

60. mál
[16:54]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það undrar mig ekki að hv. þingmaður sé ekki hrifinn af markaðstorgi, hann er ekki hrifinn af markaði yfirleitt og mundi helst vilja taka upp matvöruverslun ríkisins ef hann fengi að ráða, hugsa ég.

Hins vegar hefði hv. þingmaður tekið eftir því, ef hann hefði hlustað grannt á ræðu mína, að ég er mjög hugsi yfir því að tannlæknaþjónusta sé ekki inni í heilbrigðiskerfinu. Ég væri mjög til í að skoða þann möguleika að hún heyri þar undir og ég sé engin rök fyrir því að hún sé utan heilbrigðiskerfisins. Við erum alla vega sammála í því efni.