135. löggjafarþing — 60. fundur,  6. feb. 2008.

málefni fatlaðra.

357. mál
[15:05]
Hlusta

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Það hefur verið stefna framsóknarmanna að flytja bæði málefni fatlaðra og aldraðra frá ríki til sveitarfélaga. Tilraunaverkefni hafa verið í gangi, m.a. á Höfn og Akureyri, sem lúta að þeim málum. Það var gaman að heyra að hv. þm. Hanna Birna Jóhannsdóttir dró það fram að verkefni í Vestmannaeyjabæ hefur verið endurnýjað.

En það er alveg ljóst að hvorki er hægt að flytja málefni fatlaðra né aldraðra yfir til sveitarfélaganna nema fjármagn fylgi með. Því er mjög mikilvægt að vel takist til með samninga um fjármögnun á þessum verkefnum þegar verkefnin flytjast yfir til sveitarfélaganna. Það er alveg ljóst að þegar það skeður verður að draga skýrar línur á milli aðila, menn verða að vera þokkalega sáttir við það fjármagn sem færist til og sveitarfélögin verða að standa sig í þjónustunni. Ég hef trú á því að þau geri það með sóma eins og þau hafa gert gagnvart grunnskólanum. Ég styð það því að þessi málefni verði færð til eins og Framsóknarflokkurinn hefur áður ályktað um.