135. löggjafarþing — 62. fundur,  7. feb. 2008.

fjáraukalög.

148. mál
[15:53]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson beindi ekki til mín spurningu í andsvari sínu en ég er sammála hv. þingmanni í því að allar samgöngur og samgöngubætur eru byggðamál. Það er sama hvar er, hvort það er innan höfuðborgarsvæðisins eða annars staðar á Íslandi, við getum verið sammála um það. En að sjálfsögðu fór þessi tiltekna framkvæmd í ákveðna forgangsröðun þar sem um einkaframkvæmd var að ræða. Það er mín skoðun og mér finnst þetta vera alveg vera allt í lagi og menn eigi ekkert að vera neitt að draga úr því í sjálfu sér.

Hvað varðar Vaðlaheiðargöngin þakka ég hv. þingmanni hreinskilnina, að nefna það að hann telji að Vaðlaheiðargöng verði ekki greidd með gjaldtöku. Það er einmitt þetta sem ég var að fara inn á í ræðu minni áðan. Ég óttast svolítið að það muni skorta á trúverðugleikann, sem ég nefndi í ræðu minni, gagnvart framkvæmdum af þessu tagi. Það er það sem ég óttast mest hvað þetta varðar.