135. löggjafarþing — 64. fundur,  12. feb. 2008.

tilkynning um dagskrá.

[13:33]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill láta þess getið að í dag verða tvær utandagskrárumræður. Hin fyrri verður um kl. 3 og er um kjarasamninga og efnahagsmál. Málshefjandi er hv. þm. Guðjón Arnar Kristjánsson. Forsætisráðherra verður til andsvara. Hin síðari fer fram strax að lokinni hinni fyrri, um kl. 3.30 síðdegis, og er um samninga um opinber verkefni. Málshefjandi er hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir. Forsætisráðherra verður til andsvara. Umræðurnar fara fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.