135. löggjafarþing — 65. fundur,  19. feb. 2008.

yfirlýsing ráðherra.

[14:22]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill taka fram að hann tekur sér ekkert bessaleyfi. Hann fer að þingsköpum við stjórn fundarins. Forseta þótti ekki óeðlilegt að uppröðun væri með þessum hætti, því að hér er um það að ræða að forsætisráðherra gefur yfirlýsingu, talsmenn flokkanna taka síðan til máls og forseti taldi að það væri í þágu umræðunnar, upplýstrar umræðu, að utanríkisráðherra væri síðastur á mælendaskrá og gæti þá brugðist við og svarað efnislega fyrirspurnum sem kynnu að koma upp. Sá er tilgangurinn með þessari röðun en auðvitað er það alltaf álitamál hvernig forseti á að raða á mælendaskrá. Aðalatriðið er að þetta er væntanlega ekki síðasta umræðan sem fer fram um þau málefni sem hér eru á dagskrá og hv. þingmenn munu að sjálfsögðu fá mörg tækifæri til að koma skoðunum sínum og áliti á framfæri um þau málefni sem hér eru til umræðu.