135. löggjafarþing — 65. fundur,  19. feb. 2008.

umferðarslys og vindafar.

[14:39]
Hlusta

samgönguráðherra (Kristján L. Möller) (Sf):

Virðulegur forseti. Ég ítreka þakkir til þingmannsins fyrir að taka þetta upp. Ég gat kannski ekki um það áðan að meðal atriða sem Vegagerðin hefur verið að vinna með er hvort flytja þurfi til vegi á þekktum svæðum þar sem vegir eru tilbúnir núna í dag og þetta er vel þekkt vandamál. Menn eru líka að skoða hvort planta þurfi trjám eða setja vindskeiðar eða vindhlífar, eða hvað það nú er kallað, á svæði sem við vitum um og verðum oft vör við að bílar jafnvel fjúka út af vegna mikils veðurofsa. Nægir að nefna hér svæðið undir Hafnarfjalli og er ekki líka þekkt svæði hér uppi á Kjalarnesi? Ég þakka því fyrir þetta.